Flokkur: Fréttir

15.08.2013 17:00

Faxagleðin á laugardaginn, 17.ágúst

Kæru félagar!

Á Faxagleðinni n.k. laugardag verða seldar léttar veitingar yfir daginn, kaffi og kökur, gos og nammi. Veitingasalan er í boði æskulýðsnefndar Faxa. Um kvöldið verður grillað, veitingar í umsjá Kræsinga. 

Öllu verði verður stillt í hóf. Hægt verður að greiða fyrir grillmat með kortum/peningum en einungis með seðlum í kaffisölunni. 

Skráningar í keppnisgreinar á staðnum!

Sjáumst hress á laugardaginn.

Faxagleðinefndin.

 

12.08.2013 15:04

Heimsmeistaratitill til Faxamanns á WM2013!

Konráð Valur Sveinsson á Þórdísi frá Lækjarbotnum, heimsmeistarar í 250m skeiði.

Mynd frá hestafréttir.is, höf. Fjölnir Þorgeirsson.

Konráð Valur Sveinsson, Faxamaðurinn á heimsleikunum, kom sá og sigraði. Konráð varð heimsmeistari ungmenna í 250m skeiði á hryssunni Þórdís frá Lækjarbotnum. Þessi snildar strákur og Faxamaður kemur heim með tvo heimsmeistaratitla í vasanum ekki amalegt það. 

Faxi óskar Konráð og fjölskyldu innilega til hamingju með árangurinn.

Faxi er hreinlega að springa úr stolti yfir árangri síns fólks og hesta á heimsleikunum. Frábær árangur hjá flottu fólki og við allir sem einn, Alur og Kobbi glæsilegir, Gígar frá Brautarholti (Glymsbarn) flottur, Flosi frábær og svo takk fyrir eitt stykki heimsmeistari, Konráð á Þórdísi snilldar skeið hryssunni. Til hamingju öll sem eitt. 

09.07.2013 11:06

HM 2013

Faxaknapar á leið á HM í Berlín. 

Tveir ungir Faxaknapar eru á leið út á HM í Berlín nú í sumar. Það eru þeir Konráð Valur Sveinsson er tekur þátt í 100m skeiði og Flosi Ólafsson í ungmennaflokki. 

Konráð gerði sér lítið fyrir á FM 2013 og vann 100m skeið á merinni Þórdísi frá Lækjarbotnum á tímanum: 7,82 sek. Glæsilegur sigur, flottur knapi og snilldar hestur. 

Hestamannafélagið Faxi er að springa úr stolti yfir þessum ungu og efnilegu knöpum. Hlökkum til að fylgjast með árangri ykkar á HM í Berlín. 

Til hamingju Konráð Valur Sveinsson og Flosi Ólafsson

28.06.2013 14:36

ÍM2013

Svæðið í Borgarnesi "Vindás" er að taka á sig fagra mynd. Vallarnefnd hefur unnið óeigingjarnt starf og eiga nefndarmenn heiður skilið. Vellirnir voru í gærkveldi stinnir og góðir þrátt fyrir miklar rigningar síðustu daga. Svæðið á eftir að verða enn fagurra og vellirnir en betri. Þið verðið að taka viljan fyrir verkið með myndirnar myndavél bloggarans er ekki í hæsta gæðaflokki ;) 

 

 
 
 

27.06.2013 10:46

Fjórðungsmót og Íslandsmót 2013

Vesturlandsfjórðungurinn í sviðsljósinu næstu vikurnar. Byrjum á viðburðinum Fjórðungsmót Vesturlands 2013 (FM2013). 

FMV2013

Heimasíða FMV2013 hefur birt bæði drög að dagskrá og ráslistana. Vellir og aðstaða er að verða tilbúin og hægt er að nálgast hólf fyrir hrossin sín með því að hafa samband við mótanefnd. Vonandi hafa veiðurguðirnir náð að skvetta nóg úr sér fyrir mótið og halda í sér yfir sjálfa mótsdagana, sól og blíða já takk. 

Heimasíða FMV2013 http://fm.lhhestar.is/forsida/

Fésbókarsíða FMV2013 https://www.facebook.com/profile.php?id=100005406903234&fref=ts

Hólf fyrir hrossin á mótasvæðinu skal panta hjá Bjarna, verð fyrir hólf er 4.000: bkongur@simnet.is

Ráslistar: http://fm.lhhestar.is/news/raslisti-tolt-17-ara-og-yngri/ 

Íslandsmót fullorðinna 2013 (ÍM2013)

Heimasíðan er tilbúin og skráningar hafnar. Framkvæmdarnefnd mótsins hittist þétt þessa dagana til að ljúka við undirbúning fyrir mótið þar sem að mörgu er að hyggja. Vallarnefnd er að skila frábæru starfi og mótasvæðið er að verða hið glæsilegasta enda er Vindás fallegt svæði. Samstarf Faxa og Skugga gengur vel allir vinna að sama markmiðinu, fyrirmyndar Íslandsmót. Framkvæmdarstjóri mótanefndar og mótstjóri er Birna Tryggvadóttir og hefur hún alla yfirumsjón með mótinu. Búið er að skaffa um 150 hrossum húsaskjól í og við Borgarnes (Hesthúsahverfi Borgarnes og næsta nágrenni) yfirumsjón með hesthúsamálum er í höndum Marteins og Kristjáns. Ath. fyrstur kemur fyrstur fær.

Heimasíða Íslandsmóts er http://www.islandsmotlh.is/

Á heimasíðunni er að finna allar praktískar upplýsingar um mótið sem óþarft er að tvítaka hér.

Fésbókarsíða ÍM2013 er í gegnum fésbókarsíðu Faxa https://www.facebook.com/hmffaxi?hc_location=event_guest  

Hesthúspláss Marteinn eða Kristján: kristgis@simnet.is eða marteinn@loftorka.is 

Framkvæmdarstjóri mótsins og mótstjóri, Birna Tryggvadóttir: birnat@yahoo.com

Hestamannafélagið Faxi ýmsar upplýsingar og ábendingar varðandi ALLT, Anna Berg o.fl.: hmffaxi@gmail.com 

Myndir væntanlegar af mótsvæðinu og þá fáið þið að sjá hve ótrúlega flott verk hefur verið unnið á völlunum sem og annarri aðstöðu. Fylltist eftirvæntingu fyrir mótið er ég sá aðstöðuna s.l. mánudag. 

Fleiri upplýsingar um mótið og myndir af aðstöðunni væntanlegar. 

 

 

 

28.05.2013 12:38

Úrslit FM úrtöku og Gæðingamóts Faxa og Skugga 2013

Úrslit helgarinnar má finna hér: Úrslit FM úrtöku og Gæðingamóts Faxa og Skugga 2013.PDF 

Mótanefnd má fá miklar þakkir fyrir vel unnin störf það þarf úthald og þolinmæði til að halda stórmót líkt og mótið, nú um helgina, reyndist vera. Mikil og góð þáttaka var í öllum greinum og urðu skráningar yfir 100. Frá báðum félögum fara flottir hestar og knapar, megum við vera stolt af okkar fólki. Góður andi var á mótinu þrátt fyrir risjótt veður og vind. Hlökkum til að sjá fulltrúa Faxa og Skugga þreyta brautina á Kaldármelum nú í sumar. Til hamingju öll sem náðu FM lágmarki inn á mót og þið hin fyrir drengilega og góða keppni. 

 

23.05.2013 11:30

Hólaskóli í Faxaborg 24.maí kl. 20

KENNSLUSÝNING Í BORGARNESI

-          frá grunni til afkasta –

 

Kennslusýning reiðkennaranema Hólaskóla verður haldin í reiðhöllinni Borgarnesi föstudaginn 24. maí, kl. 20:00.

 

Farið verður í uppbyggingu reiðhests stig af stigi, frá grunni til afkasta. Unnið verður út frá þjálfunarstigum Hólaskóla.

 

Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Reiðkennaranemar Hólaskóla

04.04.2013 09:43

Sýnikennsla í Faxaborg

  Sýnikennsla í Faxaborg.

Á miðvikudaginn  10.apríl n.k.  kl. 20.30  verður haldin sýnikennsla með Jakobi Sigurðssyni sem  segir frá og sínir þjálfunaraðferðir sem hann notar.   Jakob þarf vart að kynna, hann er einn okkar besti keppnis-  og sýningarknapi.  Var valinn íþróttaknapi 2012, m.a. tvöfaldur Íslands meistari.

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri sem þarna gefst.

Jakob Sigurðsson og Abraham f. Lundum .                                mynd:Gunnhildur Birna Björnsdóttir

Að lokinni sýnikennslu verður kynning á hinni nýju keppnisgrein  Töltfimi.   Trausti Þór Guðmundsson  mun  þar miðla af sinni alkunnu snilld. 

Miðaverð er kr. 2.500 , börn 6-12 ára kr. 1.000, yngri enn 6 ára frítt  innifalið í miðaverði er happdrættismiði og eru margir góðir folatollar í vinning.   

T.d. undir  Abraham f. Lundum, Blæ f. Hesti, Blæ f. Torfunesi,  Dyn f. Hvammi, Fálka f. Geirshlíð, Hákon f. Ragnheiðarstöðum,  Huginn f. Haga, Leikni f. Vakurstöðum,  Sólon f. Skáney, Straum f. Skrúð, Takt f. Stóra Ási og  Þyt f. Skáney.

 

Allur ágóði rennur til reiðhallarinnar Faxaborgar.

Allir velkomnir 

Stjórn Faxaborgar

 

04.03.2013 10:24

Almennt reiðnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Almennt reiðnámskeið á vegum Faxa og Skugga

fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg.

Reiðkennari: Heiða Dís Fjeldsted.

Fyrirkomulag kennslu:

Mánudagur 11. mars eða miðvikudagur13. mars --> hópatímar

Mánudagur 25.mars eða miðvikudagur 27.mars --> hópatímar

Helgarkennsla 6. og 7. apríl --> hópatímar

Helgarkennsla 20. og 21. apríl --> hópatímar

Verð fyrir félagsmenn (Faxa og Skugga) með niðurgreiðslu er 4.000 kr.

Nánari upplýsingar fást hjá æskulýðsnefndum Faxa og Skugga

Skráning:

Félagsmenn Skugga hjá Möggu: maggaeg@simnet.is, sími 8987573

Félagsmenn Faxa hjá Önnu Berg: hmffaxi@gmail.com, sími 8570774

Skráningar þurfa að berast fyrir 5. mars, n.k.

Heiðu Dís þarf vart að kynna en fyrir þá sem ekki vita þá er hún menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.

 

 

Æskulýðsnefndir Faxa og Skugga

 
 
 
 


 

 
 
 
 
 

21.01.2013 09:40

Reiðnámskeið á vegum Æskulýðsnefndar

Keppnisnámskeið á vegum Skugga og Faxa

fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg.

Reiðkennari: Sigvaldi Lárus Guðmundsson.

Fyrirkomulag kennslu:

Laugardagur: hóptímar 4-6 í hóp

Sunnudagur: einkatímar

Kennsluhelgar:

26-27. janúar

9-10. febrúar

9-10. mars

13-14. apríl

 

Verð fyrir félagsmenn (Faxa og Skugga) með niðurgreiðslu er 14.000 kr.

Nánari upplýsingar fást hjá æskulýðsnefndum Skugga og Faxa

Skráning:

Félagsmenn Skugga hjá Möggu: maggaeg@simnet.is, sími 8987573

Félagsmenn Faxa hjá Önnu: hmffaxi@gmail.com, sími 8570774

Nánari kynning á Sigvalda má finna á heimasíðu hans: http://www.sigvaldi.com/sigvaldi-laacuterus.html

13.11.2012 19:13

Til hamingju Skrúður!

Stjórn hestamannafélagsins Faxa óskar þeim Sigfúsi Jónssyni og Ragnhildi Guðnadóttur á bænum Skrúð í Reykholtsdal innilega til hamingju með þann frábæra árangur að hreppa tiltilinn "Ræktunarbú Vesturlands 2012". Þetta er glæsilegur árangur og eruð þið vel að honum komin.

 

02.11.2012 13:44

Frétta- og tilkynningahornið

Fréttir og tilkynningar: 

Þær fréttir heyrast að vegagerðin hefur verið ötul í haust og lagt reiðveg meðfram nýjum vegi Lunddælinga, vegurinn neðan við Kross að Skarði. Hefur heyrst að bændur séu almennt ánægðir með staðsetningu vegarins og þeir séu fullir tilhlökkunar að prófa veginn á lunddæliskum gæðingum. 

Mikil gróska er í hestamennskunni hér í Borgarbyggð. Má búast við skemmtilegum og viðburðarríkum vetri. Þó nokkuð margir hafa auglýst starfsemi sína á komandi vetri. Það væri gaman kæru vinir að fjalla um alla þá er stefna að atvinnu í greininni á komandi vetri eða eiga sér drauma með merar og graðhesta. Planið að taka viðtöl og birta hér á staðarvefnum okkar svona til að svala forvitni okkar félagsmanna. 

Íslandsmót í helstaíþróttum verður haldin í Borgarnesi í Júlí. Ekki verður sagt annað en þar lönduðum við Faxamenn (með aðstoð Skugga) stóra laxinum. En lítið hefur heyrst um Fjórðungsmótsplön, FM 2013? verður það haldið, og þá hvar og hvernær? Spennandi tímar framundan. 

Munið kæru félagar að gæta að útiganginum þegar veturkonungur er gengin í garð. Mikilvægt er að huga að góðum skjólum fyrir hrossin og að nóg sé af beit og rennandi vatni í girðingum. Munið eftirfarandi efni, Reglugerð um hrossahald:
5.gr. 
Hirðing og heilbrigðiseftirlit

4 mgr. Að vetri skal fylgjast daglega með hrossum á útigangi, en vikulega með hrossum í heimahögum að sumri. Umráðamenn stóðhesta skulu hafa daglegt eftirlit með stóðhesta­ girðingum.

Að lokum sendið undirritaðri línu ef þið lumið á góðum fréttum eða viljið koma á framfæri tilkynningum!

Sameinuð stöndum vér en sundruð föllum vér, sannaðist þetta á LH þinginu ;) flott samstaða hjá félögunum hér í sveitarfélaginu. 


22.10.2012 14:51

LH þing 2012

Að loknu LH þingi 2012 færum við ykkur kæru faxafélagar gleðitíðindi. Á 80 ára afmælisári okkar 2013 mun Íslandsmót í hestaíþróttum fullorðinna verða haldið á mótasvæði hestamanna í Borgarnesi (mótasvæði Skugga). Skuggamenn studdu afar vel við þessa tillögu og eiga heiður skilið fyrir sína aðkoma að henni á LH þinginu. Þeirra stuðningur skiptir sköpum. 

Það eru bjartir tímar framundan hjá okkur hestamönnum í Borgarbyggð og við í stjórn Faxa hlökkum til þess að takast á við verkefnið.

Meira um samþykktir LH þingsins á næstu dögum.  

27.08.2012 17:54

Bikarmót Vesturlands 2012

Nú um helgina fór fram Bikarmót Vesturlands í Stykkilshólmi. Faxafélagar sem skráðu sig til leiks voru: Haukur Bjarnason Skáney, Randy Holaker Skáney, Klara Sveinbjörnsdóttir Hvanneyri og Konráð Axel Gylfason Sturlureykjum. 
Ekki vantaði mikið upp á að þessir vösku knapar með gæðinga sína kæmu heim með stigabikarinn en sigurinn rann að þessu sinni til Snæfellings en þeir unnu bikarinn með alls 108 stigum. Faxafélagar unnu sér inn 98 stig og höfnuðu í öðru sæti. 

Meira um úrslit mótsins má finna á vef Snæfellings http://snaefellingur.123.is/ 


30.07.2012 09:21

Íslandsmótin 2012

Íslandsmót eldri flokka, 18-22.júlí 2012

Á Íslandsmóti eldri flokka var engin fulltrúi úr hestamannafélaginu Faxa.

Íslandsmót yngriflokka 26-29.júlí 2012

Á Íslandsmóti yngri flokka er haldið var nú um helgina, voru tveir fulltrúar úr hestamannafélaginu Faxa. Það voru þeir Konráð Axel Gylfason er keppti í unglingaflokki og Heiðar Árni Baldursson er keppti í ungmennaflokki.

Árangur Konráðs Axel:

T2 - í þessari grein varð Konráð hvorki meira né minna en Íslandsmeistari. Óskum við honum innilega til hamingju með sigurinn.
 
Konráð á Smell frá Leysingjastöðum - Íslandsmeistari unglinga í T2.
 

5-gangur - 13.sætið á hestinum Feng frá Reykjarhóli, eink. 5,50.

100m skeið - 10.sætið á hestinum Vænting frá Sturlureykjum II, tímar: 0,00 - 8,92 - 5,13

Gæðingaskeið - 3.sætið á hestinum Vænting frá Sturlureykjum II, tími: 5,54

Árangur Heiðars Árna:

Tölt - 31-32. sætið á hestinum Hávar frá Seljabrekku, eink. 6.43

4-gangur - 35-36. sætið á hestinum Hávar frá Seljabrekkur, eink. 5.97
4-gangur - 42.sætið á hestinum Blær frá Hesti, eink. 5.70

Flottur árangur hjá strákunum. Við eigum örugglega eftir að sjá meira af þessum meisturum í framtíðinni. Verðugir fulltrúar Faxa á stórmóti. Til lukku með árangurinn.
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 30
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 218604
Samtals gestir: 58221
Tölur uppfærðar: 23.10.2018 13:32:25