Flokkur: Tilkynningar

15.08.2013 17:00

Faxagleðin á laugardaginn, 17.ágúst

Kæru félagar!

Á Faxagleðinni n.k. laugardag verða seldar léttar veitingar yfir daginn, kaffi og kökur, gos og nammi. Veitingasalan er í boði æskulýðsnefndar Faxa. Um kvöldið verður grillað, veitingar í umsjá Kræsinga. 

Öllu verði verður stillt í hóf. Hægt verður að greiða fyrir grillmat með kortum/peningum en einungis með seðlum í kaffisölunni. 

Skráningar í keppnisgreinar á staðnum!

Sjáumst hress á laugardaginn.

Faxagleðinefndin.

 

10.05.2013 12:45

Fyrirlestur með Denna Hauks !

Hin klassísku þjálfunarstig

 

Endurmenntun LbhÍ heldur Reiðnámskeið með Denna Haukssyni um helgina í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.

Í lok námskeiðs á laugardegi um kl 16:30 verður hann með opinn fyrirlestur um hin klassísku stig þjálfunar.

Þeir sem hafa áhuga mæti tímanlega. Fyrirlesturinn kostar 500 kr og greiðist á staðnum með peningum, ekki kortum.

Heimir Gunnarsson er umsjónarmaður og tengiliður.

 

Með kveðju

Ásdís Helga

 

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

LBHI_logo_laufÁsdís Helga Bjarnadóttir

Verkefnisstjóri hjá Endurmenntun LbhÍ / Projectmanager of Continuing Education

Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural University of Iceland

tel: 433 5000 - e-mail: asdish@lbhi.is  

www.lbhi.is/namskeid

www.facebook.com/namskeid

 

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

 

04.04.2013 09:43

Sýnikennsla í Faxaborg

  Sýnikennsla í Faxaborg.

Á miðvikudaginn  10.apríl n.k.  kl. 20.30  verður haldin sýnikennsla með Jakobi Sigurðssyni sem  segir frá og sínir þjálfunaraðferðir sem hann notar.   Jakob þarf vart að kynna, hann er einn okkar besti keppnis-  og sýningarknapi.  Var valinn íþróttaknapi 2012, m.a. tvöfaldur Íslands meistari.

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri sem þarna gefst.

Jakob Sigurðsson og Abraham f. Lundum .                                mynd:Gunnhildur Birna Björnsdóttir

Að lokinni sýnikennslu verður kynning á hinni nýju keppnisgrein  Töltfimi.   Trausti Þór Guðmundsson  mun  þar miðla af sinni alkunnu snilld. 

Miðaverð er kr. 2.500 , börn 6-12 ára kr. 1.000, yngri enn 6 ára frítt  innifalið í miðaverði er happdrættismiði og eru margir góðir folatollar í vinning.   

T.d. undir  Abraham f. Lundum, Blæ f. Hesti, Blæ f. Torfunesi,  Dyn f. Hvammi, Fálka f. Geirshlíð, Hákon f. Ragnheiðarstöðum,  Huginn f. Haga, Leikni f. Vakurstöðum,  Sólon f. Skáney, Straum f. Skrúð, Takt f. Stóra Ási og  Þyt f. Skáney.

 

Allur ágóði rennur til reiðhallarinnar Faxaborgar.

Allir velkomnir 

Stjórn Faxaborgar

 

18.03.2013 11:08

Viðburðardagatal Faxa 2013

 

Viðburðardagatal Faxa má nálgast undir flipanum skrár, allar breytingar á skjalinu verða settar þar inn. Þetta skjal er birt með fyrirvara um breytingar á einstökum dagsetningum og viðburðum. 

 

Viðburðardagatal Faxa 2013

Dags.

Viðburður

Nefndir

Mars

   

23.mars

Vesturlandssýningin

Faxaborg

     

Apríl

   

5-6. apríl

1. Helgin. Almennt reiðnámskeið fyrir börn í Faxa og Skugga. Haldið í Faxaborg, reiðk. Heiðadís Fjeldsted.

æskulýðsnefnd

13-14.apríl

4. og síðasta keppnisnámskeiðiðá vegum Faxa og Skugga. Haldið í Faxaborg. Reiðk. Sigvaldi Lárus Guðm.

æskulýðsnefnd

20-21. apríl

2. Helgin. Almennt reiðnámskeið fyrir börn í Faxa og Skugga. Haldið í Faxaborg, reiðk. Heiðadís Fjeldsted.

æskulýðsnefnd

?

Grímutöl fyrir börn, unglinga og ungmenni. Á vegum Faxa og Skugga. Kvöldviðburður

æskulýðsnefnd

     

Maí

   

4-5. maí

3. Helgin. Almennt reiðnámskeið fyrir börn í Faxa og Skugga. Haldið í Faxaborg, reiðk. Heiðadís Fjeldsted.

æskulýðsnefnd

     

11.maí

Sameiginlegt íþróttamót Faxi og Skuggi - stigamót fyrir Íslandsmeistaramót ÍM 2013 Borgarnesi

sumarmótanefnd

24.maí

Gæðingamót - Sameiginleg úrtaka Faxa og Skugga fyrir FM 2013.

sumarmótanefnd

     

Júní

   

10-14. júní

Kynbótasýningar á Miðfossum

RLM

22.jún

Æskulýðsreiðtúr Faxa. Grill, leikir og útreiðar. Öll börn velkomin, innan sem utan félags.

Æskulýðsnefnd

     

Júlí

   

4-7.júlí

Fjórðungsmót Vesturlands á Kaldármelum. Öll félög á vesturlandi ásamt Húnvetningum og Skagfirðingum.

 

11-14.júlí

Íslandsmót fullorðinna 2013 í Borgarnesi. Haldið af Faxa með stuðningi Skugga.

Íslandsmótsnefnd Faxa og Skugga

     

Ágúst

   

12-16. ágúst

Kynbótasýningar á Miðfossum

RLM

?

Faxagleði

sumarmótanefnd

Sept-des.

   

?

Aðalfundur Faxa

Stjórn Faxa

?

80 ára Afmælishátíð Faxa

Skemmtinefnd

     
 

Það vantar viðburðarskrá frá Fræðslunefnd Faxa.

 
     

 

Dagskrá og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar!!!

10.03.2013 09:45

Almennt reiðnámskeið

Sæl kæru félagar!

Vegna frábærrar þátttöku í almenna reiðnámskeiðið var nauðsynlegt að endurskoða kennslufyrirkomulagið. Í stað þess að kenna mánudaga og miðvikudaga hefur verið ákveðið að horfa frá því og kenna einungis um helgar. 

Kennsla verður þrjár helgar - 2 helgar í apríl eins og auglýst var - 6.-7. og 20.-21. apríl og að auki í stað virku dagana -1 helgi í maí, 4-5 maí. 

Við vonum að þetta fyrirkomulag henti öllum betur. Ef eitthvað er óljóst látið undirritaða vita. 

Kær kveðja
f.h Æskulýðsnefndar Faxa
Anna Berg
s.8570774

06.02.2013 12:11

KB-mót nr. 2 - 23. febrúar

Keppnisfyrirkomulag á næsta KB móti verður eftirfarandi:

T2 1-flokkur og opinn flokkur
T7 2-flokkur, ungmennafl. unglingafl. og barnaflokkur
fimmgangur 1-flokkur, opinn flokkur og 21 árs og yngri (ef næg þátttaka).

nánar auglýst síðar

KB-mótanefnd
 

25.01.2013 10:52

Fínstilling fyrir fjórganginn - fræðslunefndin

 
 


Fínstilling fyrir fjórganginn. 

 

 

Fræðslunefnd Faxa ætlar að gefa Faxaknöpum tækifæri á að æfa sig í Faxaborg þriðjudagskvöld kl. 20-21-22.
Leiðbeinandi verður  Heimir Gunarsson.


Vinsamlegast skráið ykkur á tíma. lundar@lundar.is eða             8472434       fyrir mánudagskvöld.

Með kveðju
Fræðslunefnd Faxa

p.s kostnaður í lágmarki,    koma svo

21.01.2013 10:01

Knapamerki 3 fyrir fullorðna

Knapamerkjanámskeið

 
 

Nú ætlum við að fara af stað með knapamerkjanámskeið ætlað fullorðnum á vegum Faxa. Við byrjum á knapamerkjum 1 – 2 og 3. (Fer svolítið eftir nemendahópnum hversu langur tími fer í námskeið 1 og 2 eða hvort tekið er stöðupróf í stað þeirra).

Knapamerkjakerfið er tilvalið fyrir þá sem vilja taka hestamennskuna traustum tökum frá grunni, bóklega og verklega og hafa möguleika á að byggja upp markvissa þekkingu á öllum hliðum reiðmennskunnar stig af stigi.

Sjá nánar á: http://knapi.holar.is/Kynning.aspx?H_ID=1

 

Námskeiðið verður haldið í Faxaborg í Borgarnesi. Kennt verður á fimmtudögum frá 18:30 – 20:00.

Verð pr. skipti ( 2 kennslustundir) er 5000 kr.

Kennari er Randi Holaker.

Skráning hjá Láru í síma: 4351394/ 8641394 eða á netfangið: larakristin@emax.is

21.01.2013 09:40

Reiðnámskeið á vegum Æskulýðsnefndar

Keppnisnámskeið á vegum Skugga og Faxa

fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg.

Reiðkennari: Sigvaldi Lárus Guðmundsson.

Fyrirkomulag kennslu:

Laugardagur: hóptímar 4-6 í hóp

Sunnudagur: einkatímar

Kennsluhelgar:

26-27. janúar

9-10. febrúar

9-10. mars

13-14. apríl

 

Verð fyrir félagsmenn (Faxa og Skugga) með niðurgreiðslu er 14.000 kr.

Nánari upplýsingar fást hjá æskulýðsnefndum Skugga og Faxa

Skráning:

Félagsmenn Skugga hjá Möggu: maggaeg@simnet.is, sími 8987573

Félagsmenn Faxa hjá Önnu: hmffaxi@gmail.com, sími 8570774

Nánari kynning á Sigvalda má finna á heimasíðu hans: http://www.sigvaldi.com/sigvaldi-laacuterus.html

14.11.2012 10:54

"Klár í keppni"

Hér má líta stutta samantekt frá fundinum með dómarafélögunum HÍDÍ og GDÍ og Sigríði Björnsdóttur Dýralækni er gaf út á dögunum skýrsluna "klár í keppni". Smellið hér Meðferð og velferð keppnishrossa.pdf

07.08.2012 19:56

Faxagleði 2012 - úrslit

 

Faxagleði 2012
úrslit

Barnaflokkur
1.Alexandra Svavarsdóttir og Dynjandi, þau kepptu fyrir SÓ. Húsbyggingar
2. Gyða Helgadóttir og Orri frá Mið-fossum, þau kepptu fyrir Eygló Hulda Óskarsdóttir
3. Harpa Jónasdóttir og Aldís frá Kjalvarastöðum, þau kepptu fyrir Uppsali í Hálsasveit
4. Elísabet og Glókolla frá Ölvaldsstöðum, þær kepptu fyrir Knapann
5. Inga Vildís Þorkelsdóttir og Krummi frá Þingnesi, þau kepptu fyrir Laugaland
6. Kristleifur Darri Kolbeinsson og Ljósbrá frá Stóra-Ási, þau kepptu fyrir Sturlureyki

Unglingaflokkur
1. Konráð Axel Gylfason og Fengur frá Reykjarhóli
Því miður er ekki meira vitað um þennan flokk því það gleymdist að skrifa niður úrslit, en við gröfum það upp eins fljótt og unnt er.

Ungmennaflokkur
1. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Heiðdís frá Syðstu-fossum, þær kepptu fyrir Helgi Björn Ólafsson
2. Steinunn Arinbjarnardóttir og Korkur frá Þúfum, þau kepptu fyrir Grímsstaðabúið
3. Klara Sveinbj og Gola frá Þingnesi, þær kepptu fyrir Hönnubúð Reykholti
4. Sigríður Þorvaldsdóttir og Flögri frá Hjarðarholti, þau kepptu fyrir Bjössa og Ástu í Neðri-Hrepp
5. Þórdís Fjeldsted og Múri frá Ölvaldsstöðum, þau kepptu fyrir Boggu og Jón á Báreksstöðum.

Kvennaflokkur
1. Inga Vildís Bjarnadóttir og Óskar frá Hafragili, þau kepptu fyrir Jörva
2. Randi Holaker og Tópas frá Skáney Hrossaræktarbú, kepptu fyrir H.S. Verktakar
3. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Toppur frá Leysingastöðum, kepptu fyrir Lundar Hrossarækt
4. María Hjaltadóttir og Bruni frá Skáney, kepptu fyrir Atla og Elsu á Hvanneyri
5. Íris Íris Björg Sigmarsdóttir og Draumur fra Innri-Skeljabrekku, þau kepptu fyrir Gunnar Örn og Elsu

Karlaflokkur
1. Oddur Björn Jóhannsson og Gáski frá Steinum
2, kepptu fyrir Hallgrím og Helgu Vatnshömrum
2. Haukur Bjarnason og Svaki frá Skáney, Þeir kepptu fyrir Grímarsstaði
3. Ómar Pétursston og Drífa frá Litlu-Brekku, kepptu fyrir fjölskylduna Hægindi
4. Hallgrímur Sveinn Sveinsson og Frasi frá Vatnshömrum, kepptu fyrir Maskínu ehf
5. Kolbeinn Magnússon og Hending frá Stóra-Ási, Kepptu fyrir Á. Guðmundsson Kópavogi.

Úrslitin úr kappreiðum koma inn á morgun ;)

Faxagleðinenfdin 

14.06.2012 17:34

Tilkynning: LM æfingar fyrir börn, unglinga og ungmenni Faxa

Þau börn, unglingar og ungmenni Faxa er hlotið hafa keppnisrétt á LM 2012 fá notið leiðsagnar reiðkennarans Sigvalda Lárus Guðmundssonar bæði fyrir mótið og á því.

Sigvaldi mun æfa krakkana fyrir mótið á vellinum í Borgarnesi og fara með þau á æfingar til Reykjavíkur (LM völlinn). Einnig verður hann til aðstoðar á meðan keppni fer fram á LM.  Frábær stuðningur fyrir bæði knapa og nánasta fólk þeirra.

Allar nánari upplýsingar um æfingarskipulag og tímaplön skulu gerðar í beinu samráði við Sigvalda s. 8470809.

Sigvaldi sagði í samtali við undirritaða í dag að hann ætlaði að hefja æfingar á mánudaginn í næstu viku. Endilega hafið samband við hann fyrir helgi.

24.05.2012 16:58

Æfing fyrir LM úrtöku

Reiðnámskeið

Æfing fyrir landsmótsúrtöku verður haldin á vellinum í Borgarnesi, 29.-31.maí (þriðjudags- til fimmtudagskvöld). Kennarar, Randi Holaker og Haukur Bjarnason. Æfingarnar verða opnar fyrir alla þá er ætla að taka þátt í LM úrtökunni þann 9.maí: Barna-, unglinga-, ungmenna-, B- og A-flokk. Kostnaður við námskeiðið er 10.000 kr. Félagið niðurgreiðir 50% af kostnaði námskeiðsins til þeirra félagsmanna Faxa sem sannarlega taka þátt í úrtökunni fyrir hönd Faxa. Átt er við þá hesta og knapa sem hafa ekki keppt fyrir hönd annars félags á árinu.

Randi og Haukur taka á móti skráningum: randi@skaney.is og s. 8946343. Skráning fyrir 27.maí 2012.

23.05.2012 15:12

Opið Gæðingamót Faxa!

Faxafélagar!

Opið Gæðingamót Faxa mun fara fram 21. Júlí 2012 á Miðfossum.

Nánari upplýsingar um mótið s.s dagskrá,skráningar o.f.l berast þegar nær dregur.

Kveðja Mótanefnd Faxa.

Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 30
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 218615
Samtals gestir: 58221
Tölur uppfærðar: 23.10.2018 13:59:28